Gospelkór Smárakirkju var stofnaður í febrúar 2018.

Kórinn telur um 20 meðlimi í dag en er alltaf að vaxa og tökum við því vel á móti nýju fólki sem vill spreyta sig með okkur.

Kórinn æfir einu sinni í viku á þriðjudögum kl.18:15 - 19:15 og kemur fram á samkomum kirkjunnar fyrsta sunnudag í mánuði og á kaffihúsakvöldum kirkjunnar einu sinni í mánuði.

Auk þess þá kemur kórinn fram á hinum ýmsum stöðum fyrir utan kirkjunnar og er hægt að bóka kórinn td í veislur, brúðkaup ofl.

 

Stjórnandi kórsins er Matthías V. Baldursson (Matti sax).

Áhersla er lögð á metnaðarfullar raddsetningar af lofgjörðarlögum gömlum sem nýjum úr öllum áttum og er ætlast til að meðlimir æfi sig vel heima.

Til þess að ná því vel eru hljóðfælar fyrir hverja rödd settir inn á lokaða nótnasíðu fyrir þau lög sem verið er að æfa hverju sinni og er því leikur einn að æfa sig heima með þeim. Engin skylda er að kunna að lesa nótur né hafa sérstaka reynslu af söng til að komast í kórinn, en allir þurfa samt að fara í gegnum raddprufu fyrst. 
 

Til að bóka sig í prufu eða hafa samband við kórinn er best að senda tölvupóst á gospelkorsmarakirkju@gmail.com og haft verður þá samband til baka við fyrsta tækifæri. 

Smárakirkja

Sporhamrar 3

112 Reykjavík

Sími 554 3377  

knt: 460280-0529

smarakirkja@smarakirkja.is

Reiknin NR: 326 26 3333

Aur @smarakirkja

gsm 123 888 3377

Efnisveitur

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon
  • is-instagram-down-main_thumb800
  • Podbean - hljóðvarp
  • Twitter